Facebook

Svör við algengum spurningum

Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu þá geturðu sent okkur fyrirspurn á netfangið framtidin@framtidin.is og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Hversu hátt lán er hægt að taka?

Almenn lán Framtíðarinnar eru að lágmarki 200 þúsund krónur og að hámarki 1 milljón króna. Hámarksfjárhæð fer eftir lánshæfismati og skuldastöðu umsækjanda ásamt fleiri þáttum svo best er að skrá sig inn á umsóknarvefinn til að sjá hvað þú getur fengið hátt lán.

Hvað eru sérsniðnir vextir?

Vextir á almennum lánum Framtíðarinnar ráðast af lánshæfiseinkunn og skuldastöðu umsækjanda. Þú getur séð þína vexti með því að skrá þig inn á umsóknarvefinn.

Get ég greitt lánið upp?

Já, vissulega. Þér er frjálst að greiða lánið upp hvenær sem er, að fullu eða að hluta til, og lækka þannig mánaðarlegar greiðslur. Engin gjöld eru tekin fyrir uppgreiðslur. Þú einfaldlega leggur inn á reikning 0133-26-013386, kt. 611114-0790. Nauðsynlegt að senda kvittun með á framtidin@framtidin.is.

Hvað má nota almennt lán í?

Þú mátt nota almennt lán eins og þú vilt. Algengt er að nota slík lán til þess að endurfjármagna skuldir eða framkvæma það sem hefur setið á hakanum, eins og t.d. endurbætur á fasteigninni eða bílnum. Segðu okkur bara hvað þú vilt nota lánið í þegar þú sækir um.

Hvað er lántökugjaldið hátt?

Lántökugjald almennra lána er 3,95%

Hvenær þarf ég að byrja að borga af láninu?

Fyrsti gjalddagi almennra lána er fyrsta viðskiptadag næsta mánaðar eftir útborgun láns. Eftir það er greitt mánaðarlega af láninu.

Hvernig lán bjóðið þið upp á?

Við bjóðum upp á óverðtryggð lán frá þremur mánuðum til 5 ára með jöfnum afborgunum. Ekki er gerð krafa um veð eða ábyrgðarmenn þegar þú velur almenn lán.

Hvernig borga ég af láninu?

Við sendum kröfu í heimabankann þinn um hver mánaðarmót. Þú getur haft samband við bankann þinn og sett lánið í sjálfvirka skuldfærslu, við það lækkar mánaðarlegt greiðslugjald.

Er lánsumsókn bindandi fyrir umsækjandann?

Lántaki hefur allt að 14 daga til þess að draga umsókn sína til baka eftir að hún hefur verið samþykkt.

Þarf ég að vera með ábyrgðarmann eða veð til að geta fengið lán?

Hvorki er gerð krafa um ábyrgðarmenn né veð að baki almennum lánum.

Hvernig eru lánin greidd út?

Lánið er lagt inn á þann reikning sem lántaki tiltekur í umsóknarferlinu.

Á ég möguleika á almennu láni ef ég er skráð(ur) á vanskilaskrá?

Nei, þeir sem eru skráðir á vanskilaskrá geta ekki fengið lán hjá okkur.

Afhverju fæ ég strax höfnun þegar ég sæki um almennt lán?

Ef þú færð strax höfnun þegar þú sækir um almennt lán getur ástæðan verið tvíþætt. Annars vegar getur verið að hámarksfjárhæð sé náð fyrir þína kennitölu, þetta á við ef þú hefur áður tekið lán hjá Framtíðinni og ætlar að taka annað lán. Hins vegar getur verið að lánshæfiseinkunnin þín eða skuldastaða uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til lántakenda almennra lána. 

Hvenær eru lánin greidd út?

Almenn lán eru greidd út samdægurs.

Hvað er sjálfvirk ákvörðunartaka?

Með sjálfvirkri ákvörðunartöku er átt við að ákvörðun um veitingu láns og lánskjör byggir á gögnum sem eru sótt um umsækjanda og mátuð við fyrirfram ákveðnar kröfur um lánshæfi. Vilji umsækjandi ekki una sjálfvirkri ákvörðun Framtíðarinnar lánasjóðs hf. varðandi veitingu almenns láns skal send beiðni um mannlega endurskoðun ákvörðunar á netfangið framtidin@framtidin.is innan 14 daga frá því að ákvörðun lá fyrir.

Hverjir geta tekið almennt lán?

  • Þú þarft að vera 21 árs eða eldri
  • Þú þarft að uppfylla skilyrði um lánshæfi og skuldastöðu
  • Þú mátt ekki eiga í vanskilum við Framtíðina
  • Þú þarft að eiga rafræn skilríki

Ásamt þessu eru fleiri þættir skoðaðir eins og greiðslusaga. Best er að skrá sig inn á umsóknarvefinn okkar og stofna umsókn til að sjá hvort þú sért lánshæfur.