Facebook

Húsnæðislán Framtíðarinnar

Húsnæðislánin okkar eru viðbótarlán sem henta vel til viðbótar við lán frá lífeyrissjóði eða banka.

Því meira eigið fé sem þú átt, því lægri eru vextirnir.

Við vitum að það getur reynst erfitt að koma þaki yfir höfuðið og því hjálpum við traustum lántökum að eignast draumahúsnæðið með aðeins 10% útborgun þegar um fyrstu kaupendur er að ræða en 15% annars. Viðskiptavinir eru hvattir til þess að safna sér fyrir eins hárri útborgun og þeir mögulega geta. Það skilar sér í betri lánskjörum og eykur líkurnar á að lánsumsókn verði samþykkt.

Allt að 25 ára endurgreiðslutímabil.

Húsnæðislán Framtíðarinnar eru verðtryggð viðbótarlán sem má greiða með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum og eru með allt að 25 ára endurgreiðslutímabili.

Lágmarks fjárhæð er 1 milljón króna.

Lántökum býðst að taka greiðsluhlé allt að þrisvar sinnum yfir lánstímann.

Við gerum okkur grein fyrir að það getur ýmislegt komið upp hjá lántökum okkar á lánstímanum, hvort sem um er að ræða veikindi eða tímabundið atvinnuleysi.

Lántökum stendur til boða að fresta greiðslum í allt að þrjá mánuði í senn lendi þeir í aðstæðum sem gera þeim erfitt um vik að greiða af láninu. Á þessu tímabili leggjast ógreiddir vextir við höfuðstól. Lántökum býðst að taka allt að þrjú greiðsluhlé yfir lánstímann, en í mesta lagi tvö greiðsluhlé yfir hvert tólf mánaða tímabil.