Facebook

Lánaviðmið húsnæðislána hjá Framtíðinni

Hverjir geta tekið húsnæðislán hjá Framtíðinni og hvernig húsnæði er lánshæft?

Hverjir geta tekið lán?

Hverjir geta tekið húsnæðislán?

 • Þú þarft að vera 18 ára og eldri og fjárráða
 • Þú þarft að uppfylla skilyrði um lánshæfi og skuldastöðu
 • Þú þarft að standast greiðslumat Framtíðarinnar
 • Þú mátt ekki eiga í vanskilum við Framtíðina
 • Athugið að aðeins er lánað til einstaklinga, ekki fyrirtækja

 

Hversu mikið er hægt að fá lánað?

Veðhlutfall

 • Lánað er að hámarki allt að 85% af kaupvirði/markaðsvirði eignarinnar
 • Ef um fyrstu kaup er að ræða er lánað allt að 90% af markaðsvirði eignarinnar
 • Ef tveir kaupa saman og annar aðilinn er að gera fyrstu kaup er lánað allt að 87,5% af markaðsvirði eignarinnar

Athugið að strangari kröfur eru gerðar um lánshæfi, skuldastöðu og greiðslumat eftir því sem veðsetningarhlutfall er hærra þar sem því fylgir meiri áætta, sérstaklega á það við þegar veðhlutfall fer yfir 85%. Einnig eru gerðari strangari kröfur þegar um endurfjármögnun er að ræða.

 

Hvaða húsnæði er lánshæft?

Gerð húsnæðis

 • Aðeins er lánað til kaupa á íbúðarhúsnæði
 • Ekki er lánað til kaupa á:
  • Lóðum
  • Hesthúsum
  • Sumarhúsum

 

Staðsetning

 • Tekið er við umsóknum af öllu landinu. Hver umsókn er metin sérstaklega út frá staðsetningu
 • Að jafnaði er ekki lánað yfir 85% veðsetningarhlutfalli utan höfuðborgarsvæðisins, Akureyrar og Reykjanesbæjar.