Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu þá geturðu sent okkur fyrirspurn á netfangið framtidin@framtidin.is eða skráð þig inn á umsóknarvefinn og sent okkur skilaboð í þræði. Við höfum síðan samband við fyrsta tækifæri.
Við höfum ekki skilgreint neitt hámark fyrir viðbótarhúsnæðislán Framtíðarinnar. Algengt er að viðbótarlán hjá okkur séu á bilinu 2 til 8 milljónir króna.
Um fasteignir með matsverð 65 m.kr. eða lægra fer hámarkslánsupphæð eftir reglum nr. 666/2017 um hámarksveðsetningu fasteignalána til neytenda sem settar hafa verið af Fjármálaeftirlitinu. Í þeim reglum kemur fram að einungis má lána upp í 80% af markaðsverði fasteignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er þó heimilt að lána upp í 85% af markaðsverði eignar. Ef um endurfjármögnun er að ræða er miðað við fasteignamat við útreikning á veðhlutfalli.
Fari lán á fyrri veðréttum yfir 65 m.kr. er gerð krafa um að veðsetning sé ekki hærri en 70% af matsverði fasteignar.
Vextir á húsnæðislánum Framtíðarinnar ráðast af því hversu mikið eigið fé þú kemur með vegna íbúðarkaupanna. Því meira eigið fé sem þú kemur með, því betri vexti færðu.
Já, vissulega. Þér er frjálst að greiða lánið upp hvenær sem er án uppgreiðslugjalds, að fullu eða að hluta til, og lækka þannig mánaðarlegar greiðslur. Þú einfaldlega leggur inn á reikning 0701-26-007771, kt. 540502-2930. Nauðsynlegt er að senda kvittun með á framtidin@framtidin.is.
Það geta ekki allir fengið húsnæðislán hjá Framtíðinni en við viljum útskýra fyrir viðskiptavinum hvernig er best að komast á þann stað að geta fengið lán. Ef lánsumsókninni þinni var hafnað þá eru ákveðin atriði sem þú getur skoðað sérstaklega ef þú vilt sækja um aftur síðar.
Tekjur mínus útgjöld: Við skoðum greiðslumat til þess að átta okkur á því hversu mikinn pening þú átt eftir um hver mánaðarmót til að standa undir greiðslum af nýju láni. Ef þessi fjárhæð er of lág þá er lánsumsókn hafnað. Ef þetta á við um þig þá getur þú stefnt að því að hækka tekjur þínar en auðveldasta leiðin er að lækka útgjöld. Með því að lækka útgjöld geturðu einnig safnað þér fyrir hærri útborgun sem hjálpar einnig til við að fá lán.
Lánshæfismat: Við horfum einnig á lánshæfismat Creditinfo. Mikilvægt er að standa í skilum með öll lán og alla reikninga þar sem vanskil hafa áhrif á lánshæfismatið. Ef þú passar upp á að greiða alltaf á réttum tíma þá er líklegt að lánshæfismatið þitt hækki smám saman.
Kaupverð fasteignar: Ef við teljum að kaupverð fasteignar sé óeðlilega hátt miðað við aðrar sambærilegar eignir þá getur það leitt til þess að lánsumsókn sé hafnað. Það er því ekki góð hugmynd að yfirbjóða í fasteignakaupum og vonast til þess að fá lán hjá okkur.
Fjárhæð lána: Mánaðarlegar greiðslur af húsnæðislánum eru lægri ef þú kaupir ódýrari eign. Góð hugmynd gæti því verið að sníða stakk eftir vexti og kaupa aðeins minni íbúð.
Húsnæðislán Framtíðarinnar eru verðtryggð viðbótarlán til að hámarki 25 ára. Þú getur valið á milli jafnra afborgana eða jafnra greiðslna (annuitet).
Lántökugjald vegna húsnæðislána er 39.500 kr. Kostnaður við skjalagerð er 14.900 kr., kostnaður við greiðslumat 9.900 kr. og kostnaður við veðbandayfirlit 1.500 kr.
Gjalddaginn færist þá yfir á næsta virka dag. Hið sama gildir ef fyrsti gjalddagi lánsins er á helgar- eða frídegi.
Já, við hvetjum alla viðskiptavini til þess að notfæra sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar.
Fastir vextir taka engum breytingum á meðan lánstíma stendur, en breytilegir vextir taka mið af markaðskjörum vaxta og geta breyst yfir lánstímann.
Húsnæðislán Framtíðarinnar má greiða niður með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum.
Þegar lán er greitt niður með jöfnum afborgunum þá er höfuðstól lánsins dreift jafnt á fjölda afborgana og vextir bætast síðan við afborganirnar. Samhliða því lækka greiðslur þegar líður á lánstímann því vextir lækka þegar höfuðstóllinn greiðist niður.
Þegar lán er greitt niður með jöfnum greiðslum þá greiðir þú alltaf sömu upphæð á gjalddaga, en greiðir hins vegar mismunandi hlutfall vaxta og höfuðstóls. Til að byrja með vega vaxtagreiðslur þyngra og afborganir lítið en smám saman eftir því sem líður á lánstímann og höfuðstóll lánsins minnkar þá dregur úr vægi vaxtagreiðslna en vægi afborgana fer hækkandi.
Við sendum kröfu í heimabankann þinn um hver mánaðarmót. Þú getur haft samband við bankann þinn og sett lánið í sjálfvirka skuldfærslu, við það lækkar mánaðarlegt greiðslugjald.
Við bjóðum upp á húsnæðislán fyrir íbúðarhúsnæði af öllu tagi.
Lántaki hefur allt að 14 daga til þess að draga umsókn sína til baka eftir að hún hefur verið samþykkt.
Fyrsta krafan birtist í heimabankanum þínum fyrir fyrsta gjalddaga lánsins samkvæmt skuldabréfi. Ef útborgun lánsins dregst fram yfir fyrsta afborgunardag er fyrsti eindagi 10 dögum eftir útgreiðslu lánsins. Eftir það er greitt mánaðarlega af láninu.
Lánið er greitt út í samstarfi við fasteignasöluna sem sér um íbúðarkaupin. Fasteignasalan þarf að láta okkur vita hvert á að leggja inn peninginn. Stundum er lagt inn á seljanda, stundum kaupanda og stundum báða.
Nei, þeir sem eru skráðir á vanskilaskrá geta ekki fengið húsnæðislán hjá okkur.
Framtíðin lánar til kaupa á fasteignum á svæðum sem uppfylla skilyrði um veltu á fasteignamarkaði. Gerð er krafa um að fasteignamarkaðurinn á svæðinu sé virkur og velta á undangengnum árum sé umfram 10%.