Facebook

Námslán Framtíðarinnar

Framtíðin lánar bæði framfærslu- og skólagjaldalán fyrir nám á Íslandi og erlendis.

Framfærslu- og skólagjaldalán

Nám í öllum háskólum á Íslandi er lánshæft til framfærslu- og skólagjalda. Annað nám á Íslandi sem er lánshæft er m.a. starfsnám, endurmenntun, nám með vinnu og fleira. Framtíðin veitir einnig lán til framfærslu- og skólagjalda við erlenda háskóla sem hlotið hafa alþjóðlega viðurkenningu og gera sambærilegar kröfur til undirbúningsnáms og háskólar á Íslandi.

Lægsta upphæð sem hægt er að sækja um eru 250 þúsund krónur og sú hæsta 13 milljónir króna. Afborganir hefjast 6 mánuðum eftir námslok.

Námsmenn geta valið um verðtryggð lán eða óverðtryggð lán.

Námslán Framtíðarinnar eru jafngreiðslulán (annuitet) með allt að 12 ára endurgreiðslutímabili, sem hefst 6 mánuðum eftir námslok.

Kjör lána miðast við vaxtatöflu og gjaldskrá Framtíðarinnar á hverjum tíma. Vaxtakjör eru breytileg eftir lánshæfismati Framtíðarinnar sem byggir á ýmsum þáttum eins og lánshæfismati Creditinfo, skuldastöðu og námsgráðu. Almenn vaxtakjör eru eftirfarandi:

Vextir
Óverðtryggðir vextir Frá 9,10%
Verðtryggðir vextir Frá 6,70%

Óverðtryggðir vextir eru breytilegir og bundnir eins mánaðar REIBOR vöxtum (millibankavextir í íslenskum krónum). Verðtryggðir vextir eru breytilegir og bundnir flokki íbúðabréfa HFF 150434 sem skráður er í kauphöll Nasdaq OMX Iceland.

Lántökugjald er 3,95%.

Sýnidæmi 1

Óverðtryggt framfærslulán að upphæð 125.000 kr. mánaðarlega frá janúar 2018 til maí 2018 og námslok í maí 2018:

Lánsupphæð: 659.188 kr.

Lántökugjald: 24.688 kr.

Skjalagerð: 9.500 kr.

Vextir: 8,85%*

Endurgreiðslutímabil: 12 ár

Dagsetning fyrstu afborgunar: 1. nóvember 2018

Fyrsta greiðsla 6 mánuðum eftir námslok: 8.327 kr.

Samtals greitt: 1.199.105 kr.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,51%

* Athugið að eingöngu er um að ræða dæmi um vaxtaprósentu. Vextir eru ákvarðaðir út frá hverri umsókn fyrir sig. Vextir eru breytilegir. 

Sýnidæmi 2

Verðtryggt framfærslulán að upphæð 125.000 kr. mánaðarlega frá janúar 2018 til maí 2018 og námslok í maí 2018:

Lánsupphæð: 659.188 kr.

Lántökugjald: 24.688 kr.

Skjalagerð: 9.500 kr.

Vextir: 6,50%*

Endurgreiðslutímabil: 12 ár

Dagsetning fyrstu afborgunar: 1. nóvember 2018

Fyrsta greiðsla 6 mánuðum eftir námslok: 7.471 kr.

Samtals greitt: 1.247.875 kr.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,68%

skv. breytingu síðustu 12 mánaða á vísitölu neysluverðs

* Athugið að eingöngu er um að ræða dæmi um vaxtaprósentu. Vextir eru ákvarðaðir út frá hverri umsókn fyrir sig. Vextir eru breytilegir.

Lántökum býðst að taka greiðsluhlé allt að þrisvar sinnum yfir lánstímann.

Við gerum okkur grein fyrir að það getur ýmislegt komið upp hjá lántökum okkar á lánstímanum, hvort sem um er að ræða veikindi eða tímabundið atvinnuleysi.

Lántökum stendur til boða að fresta greiðslum í allt að þrjá mánuði í senn lendi þeir í aðstæðum sem gera þeim erfitt um vik að greiða af námsláninu. Á þessu tímabili leggjast ógreiddir vextir við höfuðstól. Lántökum býðst að taka allt að þrjú greiðsluhlé yfir lánstímann, en í mesta lagi tvö greiðsluhlé yfir hvert tólf mánaða tímabil.