Facebook

Lánaviðmið námslána hjá Framtíðinni

Hverjir geta tekið námslán hjá Framtíðinni og hvaða nám er lánshæft?

Hverjir geta tekið lán?

Hverjir geta tekið námslán?

 • Þú þarft að vera fjárráða
 • Þú þarft að uppfylla skilyrði um lánshæfi og skuldastöðu
 • Þú þarft að vera í námi sem er lánshæft hjá Framtíðinni
 • Þú þarft að hafa lokið amk. fyrsta ári í grunnnámi
 • Þú þarft að hafa meðaleinkunn hærri en 6 í náminu
 • Þú mátt ekki eiga í vanskilum við Framtíðina

Ásamt þessu eru fleiri þættir skoðaðir eins og tími til námsloka, fyrri reynsla og fleira.

Hvaða nám er lánshæft?

Hvaða nám er lánshæft:

 • Nám við viðurkennda skóla sem veita menntun á háskólastigi á Íslandi og erlendis
 • Ákveðin verknám
 • Ákveðin starfsnám
 • Endurmenntun
 • Nám með vinnu

Umsókn um hvert nám er skoðað sérstaklega og nám getur verið ekki lánshæft þrátt fyrir að það sé í boði hjá skóla sem er lánshæfur.

Sérstakar reglur

Í ákveðnum tilvikum er einungis lánað fyrir skólagjöldum, ekki framfærslu. Það á við um nám þar sem ekki er krafist fullrar námsviðveru, þ.m.t. námskeið, og hægt er að stunda meðfram vinnu eða öðru. Þetta á meðal annars við um nám hjá NTV og Prómennt.

Flugnám

 • Einungis er lánað fyrir síðustu greiðslu skólagjalda í flugnámi hérlendis. Ekki er lánað til framfærslu.
 • Ekki er lánað til flugnáms erlendis