Facebook

Aftur í fréttasafn

miðvikudagur, 18. febrúar 2015

Framtíðin er nýr námslánasjóður

Fréttatilkynning frá Framtíðinni, 18. febrúar 2015

Fram­tíðin er nýr náms­lána­sjóður sem hóf göngu sína í dag og veitir háskóla­nemum bæði fram­færslu- og skóla­gjalda­lán. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Fram­tíð­inni. Fram­tíðin er fjár­mögnuð í gegnum skulda­bréfa­sjóði sem eru í stýr­ingu hjá fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu GAMMA.

Að baki skulda­bréfa­sjóð­unum standa stofn­ana­fjár­festar eins og líf­eyr­is­sjóðir og trygg­inga­fé­lög, eigna­stýr­ingar og almennir fjár­fest­ar. Hámarks­lán er þrettán millj­ón­ir, en lág­markið 500 þús­und, en og end­ur­greiðslu­tím­inn er tólf ár. Byrjað er að greiða lánin til baka einu ári eftir að námi er lok­ið.

Allir náms­menn sem ætla í háskóla­nám á Íslandi eða erlendis geta sótt um náms­lán hjá Fram­tíð­inni. Einnig er starfs­nám, end­ur­menntun og nám með vinnu á Íslandi láns­hæft, að því er fram kemur í til­kynn­ingu. Fram­tíðin mun bjóða upp á tvær teg­undir náms­lána, ann­ars vegar óverð­tryggð lán með breyti­legum vöxtum og hins vegar verð­tryggð lán með föstum vöxt­um. Sjóð­ur­inn áætlar að veita nokkur hund­ruð náms­mönnum lán á ári.

Verð­tryggðir fastir vextir 7,45% 6,45% Þetta eru sam­bæri­legir vextir og bjóð­ast við­skipta­vinum bank­anna til kaupa á bíl­um, en hámarks­end­ur­greiðslu­tími þeirra lána er sjö ár. Náms­menn sem eru með lán hjá LÍN, sem lánar náms­mönnum verð­tryggt til lengri tíma með nið­ur­greiddum kjörum af rík­is­sjóði, geta einnig sótt um lán hjá Fram­tíð­inni.

„Hér er um við­bót­ar­val­kost að ræða fyrir þá sem þurfa að fjár­magna kostn­að­ar­samt nám, til dæmis erlend­is, eða hafa hug á að mennta sig frekar eftir nokkur ár á vinnu­mark­aði eða með­fram vinn­u,“ segir í til­kynn­ingu frá sjóðn­um. Hlíf Sturlu­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Fram­tíð­ar­inn­ar, segir að stofnun lána­sjóðs­ins fjölgi mögu­leikum náms­manna til að kosta nám sitt, hvort sem um er að ræða skjóla­gjöld eða hærri fram­færslu meðan á námi stend­ur. „Það er til hags­bóta fyrir ein­stak­ling­ana sjálfa að fjár­festa í menntun og um leið sam­fé­lagið allt enda eykst sam­keppn­is­hæfni Íslands með auk­inni mennt­un,“ segir hún í til­kynn­ingu.

Notendaskilmálar Samþykkja