Vala Halldórsdóttir, hefur starfað í hugbúnaðar- og nýsköpunargeiranum síðasta áratug.
Vala Halldórsdóttir hóf störf sem nýr framkvæmdastjóri Framtíðarinnar í byrjun mars. Hún er með BSc gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað í hugbúnaðar- og nýsköpunargeiranum frá útskrift árið 2008, þar á meðal lengi vel hjá leikjafyrirtækinu Plain Vanilla. Reynsla hennar úr hugbúnaðargeiranum á vafalaust eftir að nýtast vel í áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins til framtíðar.