Facebook

Aftur í fréttasafn

mánudagur, 10. september 2018

Framtíðin veitir námsstyrk

Framtíðin gerði í fyrra samkomulag við breska sendiráðið um að fjármagna í tvö ár Chevening styrki fyrir íslenska námsmenn til meistaranáms í Bretlandi. Chevening námsstyrkir eru fjármagnaðir af breska utanríkisráðuneytinu og samstarfsaðilum og eru virtustu námsstyrkir sem breska ríkið veitir íslenskum námsmönnum. Meðal markmiða með veitingu styrkjanna er að styðja leiðtoga framtíðarinnar sem geta mótað innlend jafnt sem alþjóðleg málefni með því að byggja á reynslu sinni og nánu sambandi við Bretland.

Handhafi styrkjarins í ár er Jóhanna Hlín Auðunsdóttir. Hún hefur starfað hjá Landsvirkjun undanfarin þrjú ár en mun í vetur stunda nám í sjálfbærniverkfræði (e. sustainability engineering) við Heriot-Watt háskóla í Edinborg í Skotlandi. Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn í breska sendiráðinu í ágúst. 

Finna má nánari upplýsingar og svör Jóhönnu við nokkrum vel völdum spurningum inn á fræðsluvef Framtíðarinnar en færsluna má finna hér

Notendaskilmálar Samþykkja