Facebook

Hefur þú áhuga á Framtíðinni?

Engin auglýst störf eru í boði eins og er. Þú getur sent inn almenna umsókn á tölvupóstfangið umsokn@framtidin.is.

Við erum ekki með fyrirframmótaðar kröfur um það sem við leitum að en eftirfarandi punktar gefa vísbendingu um það sem við teljum styrkleika:

 • Þú hefur áhuga á viðskiptum, tækni og fjármálum
 • Þú tekur forsendum ekki sem gefnum og stingur upp á betri aðferðum þegar það á við
 • Þú notar skýrt og hnitmiðað talað og ritað mál
 • Þú heldur ró þinni jafnvel þótt aðstæður séu krefjandi
 • Þú lærir hratt
 • Þú stingur upp á nýjum hugmyndum sem bæta þjónustu Framtíðarinnar
 • Þú heldur flækjustigi í lágmarki og finnur tíma til að einfalda hluti
 • Þú ert hreinskilin/n í samskiptum
 • Þú viðurkennir mistök fljótt
 • Þú ert sjálfstæð/ur í vinnubrögðum og óhrædd/ur við að taka ákvarðanir
 • Þú leitast við að skilja viðskiptamódel Framtíðarinnar og markaðinn sem við störfum á
 • Þú setur þig í spor viðskiptavina
 • Þú forgangsraðar á milli þess sem þarf að gera strax og þess sem má lagfæra seinna
 • Þú framkvæmir í stað þess að tala um hlutina eða greina vandamálin út í hið óendanlega

Sagan

Upphaflega var starfsemi Framtíðarinnar tengd útlánum námslána og fyrirtækið hefur hjálpað hundruðum námsmanna að fjármagna nám á Íslandi og erlendis. Með góðan árangur við veitingu námslána í farteskinu hóf Framtíðin árið 2017 að bjóða upp á húsnæðislán og almenn lán með áherslu á að lánskjör taki mið af aðstæðum hvers og eins.

Tækifæri

Markmið Framtíðarinnar er að bjóða upp á nýjar vörur á íslenskum fjármálamarkaði sem eru einfaldar og þægilegar í notkun. Við fylgjum þróun sem er að eiga sér stað erlendis þar sem fjármálaþjónusta er í auknum mæli að færast frá bönkum og yfir til sérhæfðra fjármálafyrirtækja, svo sem SoFi, Nutmeg og Rocket Mortgage, svo aðeins nokkur séu nefnd.

Framtíðarsýn

Það eru fjölmörg tækifæri á íslenskum neytendamarkaði til þess að bjóða upp á fjármálaþjónustu með nýjum og betri hætti þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni. Framtíðin stefnir á að auka enn við vöruframboð sitt á næstu misserum og munu nýir starfsmenn koma að þeirri þróun.

Hvers vegna Framtíðin?

Við mælum með því að þú kynnir þér Framtíðina áður en þú sækir um. Bestu umsóknirnar eru frá þeim sem hafa kynnt sér fyrirtækið vel.

Nánar um Framtíðina