Facebook

Framtíðin lánasjóður hf.

Framtíðin hefur hlotið skráningu sem lánveitandi hjá Fjármálaeftirlitinu samkvæmt lögum nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda.

Saga Framtíðarinnar.

Framtíðin er sérhæfður lánasjóður sem hóf göngu sína árið 2014. Upphaflega var starfsemi Framtíðarinnar tengd útlánum námslána og sjóðurinn hefur hjálpað hundruðum námsmanna að fjármagna nám á Íslandi og erlendis. Með góðan árangur við veitingu námslána í farteskinu hóf Framtíðin árið 2017 að bjóða upp á húsnæðislán og almenn lán með áherslu á að lánskjör taki mið af aðstæðum hvers og eins.

Framtíðin hefur þá sérstöðu að starfa einungis á netinu og byggir á þeirri hugmynd að það eigi ekki að vera flókið og tímafrekt að taka lán. Þess vegna geta viðskiptavinir þjónustað sig sjálfir hratt og örugglega með rafrænu umsóknarferli. Á hverjum degi leitar starfsfólk Framtíðarinnar nýrra leiða til að bæta upplifun viðskiptavina og tryggja persónulega þjónustu.

Framtíðin lánasjóður hf. er í eigu sjóðs í stýringu hjá GAMMA Capital Management hf. Um er að ræða fagfjárfestasjóð sem er fjármagnaður af fjölbreyttum hópi fagfjárfesta, bæði einstaklingum og stofnanafjárfestum.

Stjórn.

Hlíf Sturludóttir

Stjórnarformaður

Hlíf hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum á sviði fjármála, eignastýringar og fjárfestinga. Hún starfaði áður hjá Sagafilm, Glitni, Verðbréfamarkaði Íslandsbanka (VÍB), Kaupási og Samskipum en frá árinu 2005 hefur hún starfað við fjárfestingar og eignastýringu á eigin vegum. Hlíf hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga á Íslandi, Danmörku og Bretlandi.

Hlíf er með MBA frá Edinborgarháskóla og Cand. Oecon. frá Háskóla Íslands.

Sigurgeir Örn Jónsson

Meðstjórnandi

Sigurgeir er meðeigandi hjá 1/0 Capital í New York sem er fjárfestingarsjóður sem fjárfestir í tæknifyrirtækjum á neytendalánamarkaði. Meðal fjárfestinga sjóðsins eru námslánafyrirtækin Climb Credit og Future Finance og fasteignalánafyrirtækið Better Mortgage. Sigurgeir starfaði áður hjá ARAM Global, Bank of America, Glitni og Kaupþingi.

Sigurgeir er með BS í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Ellert Arnarson

Meðstjórnandi

Ellert er sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management. Ellert starfaði áður hjá DataMarket og Straumi fjárfestingarbanka auk þess að hafa sinnt kennslu við Háskóla Íslands.

Ellert er með MS í fjármálahagfræði og BS í stærðfræði frá Háskóla Íslands.

Reglur og stefnur.

Hér að neðan má sjá reglur og stefnur Framtíðarinnar:

  1. Stefna um starfskjör starfsmanna sem framkvæma lánshæfis- og greiðslumat
  2. Starfskjarastefna Framtíðarinnar lánasjóðs hf. (Samþykkt af stjórn, bíður samþykkis aðalfundar)