Facebook

Framtíðin

Framtíðin er útibú Kviku banka hf.

Saga Framtíðarinnar

Framtíðin er sérhæfður lánveitandi sem hóf göngu sína árið 2014. Upphaflega var starfsemi Framtíðarinnar tengd útlánum námslána og sjóðurinn hefur hjálpað hundruðum námsmanna að fjármagna nám á Íslandi og erlendis. Með góðan árangur við veitingu námslána í farteskinu hóf Framtíðin árið 2017 að bjóða upp á húsnæðislán og almenn lán með áherslu á að lánskjör taki mið af aðstæðum hvers og eins. Árið 2018 bættust brúarlán við lánaframboðið.

Vorið 2019 var tekin ákvörðun um að leggja áherslu á viðbótarhúsnæðislán og brúarlán og í kjölfarið var veitingu almennra lána og námslána hætt.

Framtíðin býður í dag upp á viðbótarhúsnæðislán sem hugsuð eru til viðbótar við lán frá lífeyrissjóði eða banka. Þannig er stefnt að því að gera fleiri fasteignakaupendum fært að nýta sér hagstæðustu kjörin á markaðnum. Brúarlán eru tímabundin lán með veði í fasteign sérsniðin fyrir þá fasteignakaupendur sem eiga fyrir eldri fasteign sem þeir hyggjast selja.

Framtíðin hefur þá sérstöðu að starfa einungis á netinu og byggir á þeirri hugmynd að það eigi ekki að vera flókið og tímafrekt að taka lán. Þess vegna geta viðskiptavinir þjónustað sig sjálfir hratt og örugglega með rafrænu umsóknarferli. Á hverjum degi leitar starfsfólk Framtíðarinnar nýrra leiða til að bæta upplifun viðskiptavina og tryggja persónulega þjónustu. Framtíðin lánafélag er útibú Kviku banka hf.

Meðferð kvartana

Nánar um meðferð kvartana má finna á vef Kviku banka hf.

Reglur og stefnur

Upplýsingar um reglur, stefnur og almenna skilmála má finna á vef Kviku banka hf. Framtíðin er útibú Kviku banka.

Notendaskilmálar Samþykkja