Facebook

Hvers vegna Framtíðin?

Það á ekki að vera flókið og tímafrekt að taka lán. Við bjóðum upp á einfalt umsóknarferli og góða þjónustu þegar á þarf að halda.

Við bjóðum upp á sérsniðna vexti

Á Íslandi hefur það verið hátturinn að lántökum sé boðið upp á vexti samkvæmt verðskrá lánveitanda. Erlendis er þessu öðruvísi farið en þá er lántökum oft boðið upp á mismunandi vexti sem byggja á fjölbreyttari forsendum. Við teljum að það sé sanngjarnara fyrir alla.

Vextir á viðbótarhúsnæðislánum ráðast af því hversu mikið eigið fé þú kemur með til kaupanna. Því meira eigið fé því hagstæðari vextir.

Framtíðin er alltaf aðgengileg

Við störfum eingöngu á netinu og leggjum áherslu á að þú getir þjónustað þig hratt og örugglega á vefnum, þínu persónulega útibúi.

Hjá okkur er einfalt að finna það lán sem hentar þér best. Við erum samt aldrei langt undan ef einhverjar spurningar vakna og við leggjum okkur fram við að svara eins fljótt og við getum.

Lán sem henta þínum þörfum

Með því að steypa ekki alla viðskiptavini í sama mót getum við boðið upp á fjölbreyttari lán heldur áður hefur þekkst á Íslandi.

Við hlustum á viðskiptavini og kappkostum að bjóða upp á lán sem henta þínum þörfum.

Notendaskilmálar Samþykkja