Facebook

Almennir lánaskilmálar

Framtíðin 

Hér má nálgast persónuverndarstefnu Framtíðarinnar.

Hér má nálgast skilmála Framtíðarinnar varðandi notkun á vafrakökum.

 

1. Upplýsingar

Almennir skilmálar Framtíðarinnar, gilda í viðskiptum milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess. Þeir hafa að geyma stöðluð ákvæði um réttindi og skyldur aðila. Gildistaka þessara skilmála er 17. júlí 2018. Skilmálar þessir gilda fyrir alla viðskiptavini Framtíðarinnar.

Framtíðin (hér eftir „lánveitandi“), býður einstaklingum upp á mismunandi lánamöguleika í ólíkum tilgangi. Þessir almennu samningsskilmálar lýsa samningssambandi vegna lánveitinga lánveitanda til lántaka. Skilmálar þessir skulu skoðast sem hluti af lánasamningi milli aðila. Í skilmálunum er fjallað um gerð samninga, samskiptaleiðir, tilhögun viðskiptauppgjörs, lokun og gjaldfellingu samninga, upplýsingagjöf og önnur atriði. Sé munur á ákvæðum þessara skilmála og ákvæðum lánasamnings skulu ákvæði lánasamnings ganga framar skilmálum þessum.

Í upphafi viðskiptasambands milli lánveitanda og lántaka, og áður en lánveitandi afgreiðir lán til lántaka verður lántaki að fylla út umsókn með rafrænum hætti á vef Framtíðarinnar www.framtidin.is.

Áður en væntanlegur lántaki sendir rafræna umsókn á vef félagsins ber honum að kynna sér vandlega skilmála þessa. Ekki er mögulegt að senda rafræna umsókn nema lántaki staðfesti áður að hann hafi kynnt sér efni þessara skilmála og samþykki efni þeirra.

Með rafrænni umsókn á vefsíðu lánveitanda skuldbindur lántaki sig til að hlíta þeim kjörum og skilmálum sem gilda um lánveitingar lánveitanda á hverjum tíma.

Upplýsingar og samningsskilmálar verða sendar lántaka á íslensku auk þess sem samskipti við lántaka munu vera á íslensku.

2. Lánveiting

Um lánveitingar lánveitanda gilda lög nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda og lög nr. 33/2013 um neytendalán.

Lánveiting er háð a.m.k. eftirfarandi skilyrðum:

  1. Lántaki skal vera fjárráða.
  2. Áður en lánasamningur er gerður mun lánveitandi meta lánshæfi lántaka. Mat á lánshæfi skal fara fram í samræmi við 10. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán, VI. kafla laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda sem og lánareglur Framtíðarinnar. Standist lántaki ekki mat á lánshæfi er lánveitanda óheimilt að veita honum umbeðið lán.
  3. Með lánshæfismati leitast lánveitandi við að staðreyna getu lántaka til að efna lánasamning og eftir atvikum kanna stöðu trygginga ef um það er að ræða. Lánshæfismat skal byggt á upplýsingum úr gagnagrunni um fjárhagsmálefni og lánstraust. Lánshæfismat felur ekki í sér greiðslumat. Lánveitanda er heimilt, að fengnu samþykki lántaka, að byggja mat sitt á upplýsingum úr gagnagrunni þriðja aðila.
  4. Með því að samþykkja skilmála þessa, lýsir lántaki því yfir að hann sé samþykkur því að lánveitandi hafi heimild til að afla framangreindra upplýsinga í samræmi við 1. tölul. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 8. tölul. 3. gr. sömu laga.

3. Kostnaður

Árlegt hlutfall heildarlántökukostnaðar, eins og hann er skilgreindur í 2. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda og a. lið 5. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán, af heildarfjárhæð sem neytandi greiðir getur að hámarki verið 50% að viðbættum stýrivöxtum, sbr. 18. gr. laga um fasteignalán til neytenda og 26. gr. neytendalánalaga.

Til heildarlántökukostnaðar telst allur kostnaður, þ.m.t. vextir, verðbætur, þóknun, skattar og önnur gjöld sem lántaki þarf að greiða í tengslum við lánasamning og lánveitanda er kunnugt um við samningsgerð, að frátöldum þinglýsingarkostnaði.

Fyrir utan kostnað samkvæmt verðskrá getur lánveitandi krafið lántaka um kostnað sem lánveitandi verður fyrir vegna þess að lántaki stendur ekki í skilum, m.a. kostnað vegna innheimtuaðvörunar. Komi til vanskila áskilur lánveitandi sér rétt til þess að krefjast hæstu lögleyfðu dráttarvaxta af kröfu sinni á hverjum tíma auk innheimtukostnaðar.
Útreikningur árlegrar hlutfallstölu kostnaðar í fasteignalánum fer eftir lögum nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda.

4. Útgreiðsla

Viðbótarhúsnæðislán og brúarlán eru greidd inn á reikning skv. upplýsingum frá lántaka eða í samræmi við skilyrt veðleyfi.

Lánsfjárhæð námslána er greidd inn á uppgefinn bankareikning lántaka í viðskiptabanka hans eða í samræmi við útgreiðslutilhögun sem um hefur verið samið. Ef um er að ræða lántöku vegna framfærslu námsmanns getur lántaki óskað eftir því að fá námslán greidd út með jöfnum greiðslum yfir ákveðið tímabil í upphafi hvers mánaðar. Hefjist mánuður á helgi eða á helgidegi skal miða við að útgreiðsla eigi sér stað fyrsta virka dag mánaðar.

5. Endurgreiðsla á láni fyrir gjalddaga/eindaga

Lántaki hefur rétt til að endurgreiða lánið hvenær sem er fyrir umsaminn gjalddaga/eindaga, sbr. 18. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán. Kjósi lántaki að greiða fyrir umsaminn gjalddaga/eindaga skal hann eiga rétt á lækkun á heildarlántökukostnaði sem nemur vöxtum og öðrum gjöldum sem greiða átti eftir greiðsludag. Þegar um er að ræða greiðslu fyrir umsaminn gjalddaga/eindaga áskilur lánveitandi sér rétt, í samræmi við 18. gr. laganna, til þess að krefjast sanngjarna bóta, uppgreiðslugjalds, sem byggist á hlutfallslegum grunni vegna kostnaðar sem hann hefur orðið fyrir og tengist beint greiðslu fyrir gjalddaga/eindaga, að því tilskildu að greiðslan fyrir gjalddaga/eindaga sé gerð á tímabili þar sem útlánsvextir eru fastir.

Endurgreiðsla á fasteignaláni fyrir gjalddaga/eindaga skal fara eftir 37. gr. laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda. Notfæri lántaki sér heimild til fyrirframgreiðslu í heild eða hluta skal lántaki eiga rétt á lækkun á heildarlántökukostnaði sem nemur vöxtum og öðrum gjöldum sem greiða átti fyrir greiðsludag. Þegar um er að ræða greiðslu fyrir umsaminn gjalddaga/eindaga áskilur lánveitandi sér rétt, í samræmi við 2. mgr. 37. gr. laganna, til þess að krefjast sanngjarna bóta, uppgreiðslugjalds, sem byggist á hlutfallslegum grunni vegna kostnaðar sem hann hefur orðið fyrir og tengist beint greiðslu fyrir gjalddaga/eindaga, að því tilskildu að greiðslan fyrir gjalddaga/eindaga sé gerð á tímabili þar sem útlánsvextir eru fastir.

6. Meðhöndlun persónuupplýsinga

Lánveitanda er heimilt að safna saman og vinna úr persónuupplýsingum í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þær upplýsingar sem hér um ræðir eru upplýsingar sem lánveitandi notar til að meta lánshæfi lántaka samkvæmt 10. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán og VI. kafla laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda. Er lánveitanda heimilt í þeim tilgangi að afla upplýsinga hjá óháðum aðilum á sviði lánshæfismats eða úr gagnagrunnum um vanskil.

Persónuverndarstefnu Framtíðarinnar má nálgast hér. 

 

 

7. Sjálfvirk ákvarðanataka í almennum lánum

Umsækjandi samþykkir að Framtíðin byggi ákvörðun um veitingu almenns láns á sjálfvirkum ferlum. Ákvörðunin byggist á lánshæfismati umsækjanda. Upplýsingar þær sem lánshæfismatið byggir á eru fengnar með gögnum sem veitt er heimild til að sækja í „heimild til gagnaöflunar“ hér að ofan.

Vilji umsækjandi ekki una sjálfvirkri ákvörðun Framtíðarinnar varðandi veitingu almenns láns skal send beiðni um mannlega endurskoðun ákvörðunar á netfangið framtidin@framtidin.is innan 14 daga frá því að ákvörðun lá fyrir.

8. Mikilvægar upplýsingar og samskipti

Verði breytingar á heimilisfangi, netfangi eða greiðsluformi lántaka ber honum að tilkynna lánveitanda um þær tafarlaust með sannarlegum hætti.

Með samningi aðila veitir lántaki lánveitanda heimild til að safna saman og vinna úr persónuupplýsingum í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Um er að ræða upplýsingar um lántaka sem varða notkun hans á þjónustu lánveitanda og mun lánveitandi nýta þær til markaðssetningar eða í því skyni að bjóða lántaka aukna þjónustu.

Vafrakaka er textaskrá sem er sett á tölvur eða önnur snjalltæki þegar heimasíðan www.framtidin.is er heimsótt. Með henni er mögulegt að fylgjast með því hvernig notendur nota heimasíðuna og þannig keppist Framtíðin við að bæta þjónustu sína og aðgengi.

Með því að samþykkja skilmála Framtíðarinnar er fallist á notkun á Google Analytics og Facebook Pixel vafrakökum sem safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. Google Analytics og Facebook Pixel nota eigin vafrakökur til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæði. Framtíðin áskilur sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Google og Facebook. Þeir sem ekki vilja sjá slíkar auglýsingar geta slökkt á notkun á vafrakökum.

Notendur geta hvenær sem er stillt vefvafrann sinn þannig að notkun á vafrakökum er hætt. Annað hvort þannig að vefkökurnar vistast ekki eða að vafrinn biður um leyfi notenda fyrst.

Vafrakökur eru geymdar í tölvum notenda að hámarki í 24 mánuði frá því að notandi heimsótti vefsíðu Framtíðarinnar.

Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á vafrakökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga. Framtíðin lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir og verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað. 

Nánari upplýsingar um notkun Framtíðarinnar á vafrakökum má finna í kökuskilmálum Framtíðarinnar hér.

10. Ýmis ákvæði

Ef eitthvert ákvæði samningsskilmála þessara, eða samnings sem gerður er á grundvelli þeirra, verður metið andstætt lögum af þar til bæru yfirvaldi eða dómur telur að víkja beri frá því á einhvern hátt, skal það ákvæði teljast ógilt en samningsskilmálarnir að öðru leyti standa óbreyttir og gilda milli lánveitanda og viðskiptavinar.

Samningsskilmálar þessir og samningar sem gerðir eru á grundvelli þeirra milli lánveitanda og lántaka eru tæmandi lýsing á samningssambandi aðila, réttindum þeirra og skyldum og ganga framar fyrri skuldbindingum og samskiptum, hvort heldur munnlegum, skriflegum eða með öðrum hætti.

Lántaki getur ekki framselt réttindi sín eða skyldur samkvæmt skilmálum þessum eða samningum sem gerðir eru á grundvelli þeirra nema með skriflegu samþykki lánveitanda. Á hinn bóginn er lánveitanda heimilt að framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt samningi þessum í heild eða að hluta til þriðja aðila.

Skilmálar þessir eru með fyrirvara um óvænt og óviðráðanleg atvik (Force Majeure) sem aðilar fá ekki við ráðið og áhrif geta haft á efndir skilmála þessara og samninga sem gerðir eru á grundvelli þeirra.

Ákveði opinber yfirvöld, t.d. skattayfirvöld að leggja á skatta, gjöld eða álögur á viðskipti sem samningsskilmálar þessir taka til, skuldbindur lántaki sig til þess að greiða slíkt beint til viðkomandi yfirvalda að skaðlausu fyrir lánveitanda, eða halda lánveitanda skaðlausum af slíkum sköttum, gjöldum eða álögum.

Lánveitandi ber enga ábyrgð á tjóni, beinu og óbeinu, sem kann að orsakast af tæknilegum bilunum eða villum í hugbúnaði, stýrikerfum, netkerfum, fjarskiptakerfum (þ. á m. símum, faxtækjum og hliðstæðum búnaði), rofi eða truflunum í slíkum kerfum, rafmagnsleysi, bilunum og truflunum í tækjum og vélbúnaði hvort sem slíkur búnaður er í eigu lánveitanda eða notaður af lánveitanda eða af hálfu annarra.

Nú kemst ástand eða aðstaða á sem vísað er til hér að framan og það kemur í veg fyrir að lánveitandi geti innt af hendi samningsskyldur sínar við lántaka, í heild eða að hluta, og skal þá skylda lánveitanda frestast þar til framangreindu ástandi léttir og hægt er að framkvæma þær. Ef framangreint ástand leiðir til þess að ekki er hægt að inna af hendi greiðslur eða taka við greiðslum í samræmi við samningsskyldur, skulu hvorki lántaki né lánveitandi þurfa að greiða vexti vegna þess að slíkar greiðslur frestast.

11. Réttur til að falla frá samningi

Samkvæmt 16. gr. laga um neytendalán og 36. gr. laga um fasteignalán til neytenda hefur lántaki rétt til að falla frá samningi án greiðslu viðurlaga og án þess að tilgreina nokkra ástæðu, enda sendi lántaki lánveitanda tilkynningu þar að lútandi til lánveitanda innan 14 daga frá þeim degi sem lántaki móttekur þessa skilmála eða lánasamningur er gerður. Frestur til að falla frá samningi byrjar að líða þegar lántaki hefur móttekið lánsloforð.

Tilkynningu um að lántaki falli frá samningi skal beina til lánveitanda á eftirfarandi heimilisfang með sannanlegum hætti: Framtíðin, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.

12. Ágreiningur og lögsaga

Um samning aðila gilda íslensk lög. Ágreiningsmál vegna samnings aðila má reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

13. Gildistaka

Samningurinn tekur gildi um leið og lántaka er send staðfesting á að lán hafi verið veitt án frekari fyrirvara.
Skilmálar þessir geta breyst án fyrirvara. Verði breytingar á skilmálum þessum skal Framtíðin tilkynna lántaka það með sannanlegum hætti.

Notendaskilmálar Samþykkja